UM ANDAGIFT

Andagift er fyrirtæki sem stuðlar að andlegu heilbrigði og vellíðan. Andagift býður upp á fjölbreytta dagskrá af nærandi viðburðum og námskeiðum; Möntrukvöld, kakókyrrð, retreat, námskeið & Innri Veröld sem er online vettvangur, stútfullur af innblæstri.

Hægt er að fylgjast með öllum viðburður bæði á facebook síðunni okkar og einnig á
www.andagift.is/vidburdir.

VEFVERSLUN

Pantaðu vörur hjá okkur og við sendum þær heim til þín í pósti. Einnig er hægt að nálgast kakóið okkar í Yoga Shala, Skeifunni 7.

UM KAKÓIÐ

100 % hreint kakó hefur löngum verið talið fæða guðanna og kalla Mayan indjánarnir það „Blóð hjartans“. Enda hefur hreint kakó verið notað sem lækningarjurt og í ahöfnum sem hjartaauðgandi lyf svo öldum skiptir. Kakóið sem unnið er frá Guatemala (ceremonial cacao). Það er handunnið af ástríðu frá baun í bolla sem gerir það að verkum að eiginleikar þess og næringarinnihald helst óskert við framleiðslu. Hreint kakó er stútfullt af ýmisskonar lífsnauðsynlegum næringarefnum, þar má nefna yfir 1000 steinefni, hæsta magn magnesíum af öllum plöntum, járn, króm og B-vítamín. Það lækkar blóðþrýsting, kemur jafnvægi á hormónaframleiðslu, eykur seretónín framleiðslu, eflir ónæmiskerfið og eykur skerpu & úthald. Því er kakó sannkallað ofurfæða sem bæði stuðlar að líkamlegri og andlegri heilsu.