ANDAGIFT SÚKKULAÐISETUR

Andagift er griðarstaður fyrir alla sem vilja rækta líkama, huga & sál & iðka sjálfsvirðingu & sjálfsmildi í hlýlegu umhverfi. Andagift leggur mikið upp úr því að skapa traust rými þar sem allar tilfinningar eru leyfðar og við æfum okkur í að mæta okkur þar sem við erum. Andagift býður upp á súkkulaðiseremóníur/athafnir daglega og byggjast tímarnir á einföldum og aðgengilegum öndunar-, hugleiðslu- og jógaæfingum.

.

Allir tímar hefjast á því að skálað er í 100% hreinu súkkulaði frá Guatemala sem hjálpar líkamanum að komast í dýpra slökunar- og vellíðunarástand. Súkkulaðið er handunnið frá baun í bolla, það er stútfullt af andoxunarefnum og öðrum lífsnauðsynlegum næringarefnum á borð við magnesíum, járni, omega 6 og B-vítamíni. Allir tímar enda á djúpslökun með lifandi tónheilun þar sem spilað er á kristalskálar, tíbverskar söngskálar, gong & fl. 

Andagift býður einnig upp á litríkt úrval af námskeiðum, viðburðum, slökunarhelgum & einkatímum. Tilvalið fyrir alla sem vilja hvílast, hlaða & hlúa að sjálfum sér í amstri hversdagsins. Vertu hjartanlega velkomin/n.

VEFBÚÐ

Pantaðu vörur hjá okkur og við sendum þær heim til þín í pósti. Allar vörunar okkar er einnig hægt að kaupa í afgreiðslunni hjá okkur í Skeifunni 7

SÚKKULAÐIÐ

Súkkulaði hefur löngum verið talið fæða guðanna og kalla Mayan indjánarnir það „Blóð hjartans“. Enda hefur súkkulaði verið notað sem lækningarjurt og hjartaauðgandi lyf í seremóníum svo öldum skiptir. Súkkulaðið sem unnið er með er 100% hreint súkkulaði frá Guatemala (ceremonial cacao). Það er handunnið af ástríðu frá baun í bolla sem gerir það að verkum að eiginleikar þess og næringarinnihald helst óskert við framleiðslu. Súkkulaðið er stútfullt af ýmisskonar lífsnauðsynlegum næringarefnum.