ANDAGIFT HREYFING

Andagift er hreyfing sjálfsástar og sjálfsmildis. Við lifum merkilega tíma þessa stundina, tíma þar sem sannleikurinn fær loksins að líta dagsins ljós, heiðarleikinn og hugrekkið er í hávegum haft og sárin eru berskjölduð. Tíma þar sem krafist er af okkur að líta inn á við og leyfa okkur að lifa meira frá hjartanu. Herferðir á borð við #metoo, #égerekkitabú, #höfumhátt hafa tröllriðið samfélagsmiðlum og umræðan um andlegt heilbrigði líklega aldrei verið meiri. 

VEFBÚÐ

Pantaðu vörur hjá okkur og við sendum þær heim til þín í pósti

ANDAGIFT SÚKKULAÐISETUR

Andagift Súkkulaðisetur er griðarstaður sem býður upp á fjölbreytta tíma af andlegri iðkun, þar má nefna tónheilun, djúpslökun, hugleiðslu, jóga og súkkulaðiseremóníur. Einnig bjóðum við upp á einkatíma, námskeið og einstaka viðburði. Í Andagift er lítil verslun sem sérhæfir sig í lífrænum gæða vörum, kristölum og kósýheitum.

SÚKKULAÐIÐ

Súkkulaði hefur löngum verið talið fæða guðanna og kalla Mayan indjánarnir það „Blóð hjartans“. Enda hefur súkkulaði verið notað sem lækningarjurt og hjartaauðgandi lyf í seremóníum svo öldum skiptir. Súkkulaðið sem unnið er með er 100% hreint súkkulaði frá Guatemala (ceremonial cacao). Það er handunnið af ástríðu frá baun í bolla sem gerir það að verkum að eiginleikar þess og næringarinnihald helst óskert við framleiðslu. Súkkulaðið er stútfullt af ýmisskonar lífsnauðsynlegum næringarefnum.

STUNDASKRÁ

Skoðaðu dagskrá komandi tíma

HUGARFLUG

Pistlar og annað afþreyingarefni