NÁMSKEIÐ

SJÁLFSTYRKING & DJÚPSLÖKUN FYRIR 13-16 ÁRA

ANDAGIFT býður upp á 4ja vikna námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára með áherslu á sjálfstyrkingu og djúpslökun. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum frá kl.15:45-16:45. Á námskeiðinu verða kynntar öndunar- og líkamsæfingar sem hjálpa til við að slaka á örum huga. Í hverjum tíma verða leiddar hugleiðsluæfingar til þess að tengjast líkama sínum með það að markmiði að auka líkamsvirðingu og efla sjálfstraust. Allir tímarnir enda síðan á djúpslökun og tónheilun til þess að endurnæra, græða og heila. Í öllum tímunum verður boðið upp á hreint súkkulaði frá Guatemala en súkkulaðið kemur okkur í tæri við dýpri slökun og tengingu við eigið sjálf. Það er stútfullt af magnesíum, andoxunarefnum, seretónín og járni svo eitthvað sé nefnt.

Helstu áherslur námskeiðisins eru að:

  • Efla sjálfstraust
  • Bæta líkamsvirðingu
  • Vinna á streitu og kvíða
  • Efla sköpunarkraft
  • Slaka og endurnæra

Námskeiðið hefst 5.feb og stendur til og með 28.feb. Skráning í gegnum andagift@andagift.is. Nánari upplýsingar um Andagift og súkkulaðið má finna á www.andagift.is

Verð: 14.900

Kennarar námskeiðisins eru Lára Rúnarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir. 

Lára Rúnarsdóttir er tónlistarkona og kundalini jógakennari og hefur haldið námskeið í kvíðastjórnun fyrir unglinga við góðar undirtektir. Hún er auk þess með B.ed. gráðu í kennslufræðum og MA í kynjafræði. 

Tinna Sverrisdóttir er útskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar einnig sem tónlistarkona.Tinna stundaði nám í Guatemala árið 2017 að nafni “Yoga of sound and chocolate” þar sem hún lærði um mátt súkkulaði plöntunnar og töfra tónheilunar. Í náminu var lögð áhersla á raddþjálfun og tengingu hjartastöðvar við raddstöðina í gegnum söng og möntrur. Tinna hefur víðtæka reynslu af því að vinna með börnum og unglingum í gegnum listir og sköpun.