NÁMSKEIÐ

VILLIKELLINGAKAKÓ // SYSTRAHRINGUR ∞ 6 VIKNA FRAMHALDSNÁMSKEIÐ // 5.NÓV – 10.DES // FRÁ KL. 17.15 – 18.45

Andagift Súkkulaðisetur býður upp á 6 vikna framhaldsferðalag fyrir Villikellingar Andagiftar. Kafað verður dýpra inn að kjarnanum þar sem við deilum upplifunum, töfrum, áskorunum og ferðalögum með systrum okkar.

Námskeiðið hefst 5 nóvember og stendur til og með 10.des.
Kennt er á mánudögum í Andagift Súkkulaðisetri frá kl .17.15-18.45
Verð: 22.000 + innifalinn aðgangur að opnum tímum Andagiftar á meðan á námskeiði stendur. Takmarkað pláss.

Á námskeiðinu kynnumst við ólíkum shamanískum aðferðum til þess að tengjast sjálfum okkur dýpra, finna fyrir líkamanum okkar, opna röddina og hreyfa okkur í mýkt og virðingu. Við kveikjum á sköpunarkraftinum okkar og viskunni sem býr innra með okkur, stígum ennþá sterkar inn í hugrekkið okkar og fögnum hráleikanum og einlægninni í allri sinni dýrð.

Hver tími er systrahringur með shamanískri súkkulaðiathöfn fyrir sálina.

Skráning andagift@andagift.is
Takmarkað pláss í boði.

Viltu koma með VILLIKELLING?

ANDAGIFTSYSTUR
Lára & Tinna

KAKÓ & KUNDALINI JÓGA // 6 VIKNA KVÖLDNÁMSKEIÐ                    1.NÓV – 6.DES // FRÁ KL. 18.30 – 20.00

Viltu sameina líkamlega og andlega iðkun?
Viltu gefa sjálfri/sjálfum þér rými til þess að hlúa að þér?
Viltu nálgast hreyfingu með mýkt og virðingu fyrir þínum líkama?
Viltu kveikja á kraftinum þínum?
Viltu njóta slökunar og tónheilunar?

Andagift Súkkulaðisetur býður upp á sex vikna morgunnámskeið í
Kakó & Kundalini jóga þar sem við nálgumst líkamann okkar út frá því hvar við erum stödd, virkjum kraftinn okkar, hlúum að hjartanu og æfum okkur í sjálfsmildi.

Námskeiðið hefst 30.okt og stendur til 4.des. Kennt
er á þriðjudögum frá 8.30 – 10.00.

Notast er við hreint súkkulaði frá Guatemala sem hefur þann eiginleika að skerpa einbeitingu og færa okkur dýpri hugleiðslu og slökun. Súkkulaðið er stútfullt af næringu fyrir líkama, huga og sál. Það er ríkt af andoxunarefnum og magnesíum.

Tímarnir fara þannig fram að fyrst er drukkið súkkulaði, tengst öndun og hugleiðslu. Því næst er unnið æfingasett fyrir líkamann með fjölbreyttum æfingum til þess að styrkja miðjuna okkar og tendra á kundalini/lífsorkunni okkar. Að því loknu er farið djúpt inn í slökun og notið tónheilunar með Gong, tónhvíslir og kristalskálar. Eftir slökun njótum við þess að kyrja möntru saman undir lifandi tónlist.

Kennari námskeiðsins er Lára Rúnarsdóttir en hún er Kundalini jógakennari, tónlistarkona og tónheilari. Lára Rúnarsdóttir er annar eigandi og stofnandi Andagiftar. Hún hefur starfað sem
tónlistarkona síðustu tíu árin og kennt Kundalini jóga síðan 2015.

Aðeins 10 pláss í boði.

Kennt er einu sinni í viku, á þri frá 8.30 – 10.00.

Verð: 20.000 kr og súkkulaði í öllum tímum +
Aðgangur að opnum tímum Andagiftar á meðan á námskeiði stendur

Skráning andagift@andagift.is

KAKÓ & KUNDALINI JÓGA // 6 VIKNA MORGUNNÁMSKEIÐ                 30 OKT – 4.DES // FRÁ KL. 8.30 – 10.00

Viltu sameina líkamlega og andlega iðkun?
Viltu gefa sjálfri/sjálfum þér rými til þess að hlúa að þér?
Viltu nálgast hreyfingu með mýkt og virðingu fyrir þínum líkama?
Viltu kveikja á kraftinum þínum?
Viltu njóta slökunar og tónheilunar?

Andagift Súkkulaðisetur býður upp á sex vikna morgunnámskeið í
Kakó & Kundalini jóga þar sem við nálgumst líkamann okkar út frá því hvar við erum stödd, virkjum kraftinn okkar, hlúum að hjartanu og æfum okkur í sjálfsmildi.

Námskeiðið hefst 30.okt og stendur til 4.des. Kennt
er á þriðjudögum frá 8.30 – 10.00.

Notast er við hreint súkkulaði frá Guatemala sem hefur þann eiginleika að skerpa einbeitingu og færa okkur dýpri hugleiðslu og slökun. Súkkulaðið er stútfullt af næringu fyrir líkama, huga og sál. Það er ríkt af andoxunarefnum og magnesíum.

Tímarnir fara þannig fram að fyrst er drukkið súkkulaði, tengst öndun og hugleiðslu. Því næst er unnið æfingasett fyrir líkamann með fjölbreyttum æfingum til þess að styrkja miðjuna okkar og tendra á kundalini/lífsorkunni okkar. Að því loknu er farið djúpt inn í slökun og notið tónheilunar með Gong, tónhvíslir og kristalskálar. Eftir slökun njótum við þess að kyrja möntru saman undir lifandi tónlist.

Kennari námskeiðsins er Lára Rúnarsdóttir en hún er Kundalini jógakennari, tónlistarkona og tónheilari. Lára Rúnarsdóttir er annar eigandi og stofnandi Andagiftar. Hún hefur starfað sem
tónlistarkona síðustu tíu árin og kennt Kundalini jóga síðan 2015.

Aðeins 10 pláss í boði.

Kennt er einu sinni í viku, á þri frá 8.30 – 10.00.

Verð: 20.000 kr og súkkulaði í öllum tímum +
Aðgangur að opnum tímum Andagiftar á meðan á námskeiði stendur

Skráning andagift@andagift.is

ILMKJARNAKAKÓ & GONGSLÖKUN // 6 VIKNA NÁMSKEIÐ               23.OKTÓBER – 27.NÓVEMBER // FRÁ KL. 17-18

Andagift Súkkulaðisetur býður upp á 6 vikna námskeið að töfrum súkkulaðis og ilmkjarna. Kennt er á þriðjudögum milli kl. 17-18.

Hver tími inniheldur ilmandi bolla af hreinu súkkulaði, fróðleik og visku um ilkjarnaolíur og mátt þeirra ásamt því að iðka einfaldar, róandi æfingar fyrir líkama, huga og sál.

Súkkulaðið sem við vinnum með er mjög ríkt af magnesíum og andoxunarefnum og hefur verið notað í þúsundir ára til þess að opna hjartastöðina.

Í hverjum tíma skoðum við eina eða fleiri tegundir af ilmkjarnaolíum og grunnolíum ásamt því að tileinka okkur notalegar aðferðir við að nýta þessa dýrmætu kjarna í daglegu lífi til að styrkja heilsu og almenna vellíðan.

Allar samverustundirnar enda á djúpnærandi gongslökun og tónheilun

Kennari námskeiðisins er Þorgerður Gefjun en hún er m.a jógakennari, Reiki heilari og gongspilari. Þorgerður hefur unnið mikið með ilmkjarnaolíur og er full af fróðleik og visku.

Verð: 20.000 kr og innifalinn aðgangur að opnum tímum andagiftar

Skráning andagift@andagift.is
Aðeins 12 pláss í boði

YIN JÓGA & SÚKKULAÐI // 6 VIKNA NÁMSKEIÐ                  2.OKTÓBER – 6.NÓVEMBER // ÞRI FRÁ KL. 18.30 – 20.00

Við kynnum með stolti fyrsta yin jóga námskeið ANDAGIFTAR!
Á þessu námskeiði leggjum við áherslu á sjálfsmildi, mýkt & líkamsvirðingu. Hver tími hefst áhjartaopnandi kakóbolla, ásetningi og yin hugleiðslu, farið er svo í mjúkt flæði með áherslu á djúpa slökun inn í stöður, öndun & núvitund. Hver tími endar á djúpslökun.

AF HVERJU YIN?
Í yin yoga er unnið út frá hefðbundnum jógastöðum og þeim haldið í lengri tíma í senn. Með því að skapa rými fyrir líkamann til að slakna og gefa eftir inni í stöður ná bandvefir, liðir og vöðvar að mýkjast og losa um uppsafnaða spennu. Yin er engu að síður leikfimi fyrir hugann þar sem iðkandinn fær að mæta sér og sínum huga í kyrrð og friði frá utanað komandi áreiti.
Á námskeiðinu leitumst við við að þekkja þær hindranir sem kunna að mæta okkur hvort sem er á jógadýnunni, í hugleiðslu eða í daglegu amstri, skoða hvaðan þær koma og hvernig við viljum mæta þeim. Með yin hugleiðslutækni köfum við inn í huga okkar í öllum sínum mikilfengleika og lærum ef til vill að kynnast okkur upp á nýtt.

AF HVERJU SÚKKULAÐI?
Súkkulaðið sem notast er við er 100% hreint súkkulaði frá Guatemala og hefur verið notað svo öldum skiptir af Maya indjánum sem lækningajurt fyrir líkama, huga og sál. Súkkulaðiplantan er sú magnesíum ríkasta af öllum plöntum jarðarinnar og gefur okkur því greiða leið inn í slökun og eftirgjöf í jógastöðum. Einnig eykur theobromine blóðflæði líkamans sem skerpir athygli okkar og fókus og aðstoðar okkur þ.a.l. við að kyrra hugann í hugleiðslu og annarri iðkun. Súkkulaðið okkar er bæði sykurlaust og vegan og er stútfullt af lífsnauðsynlegum næringarefnum. Svo draumurinn hefur ræst fyrir marga – JÓGA & SÚKKULAÐI, heilsueflandi blanda sem klikkar ekki.

KENNARI NÁMSKEIÐISINS
Elín Ásbjarnar hefur kennt yoga í þrjú ár. Kláraði 200 tíma Hatha- og Power Yoga kennaranám í Jógastúdíó hjá Drífu Atladóttur árið 2015. Í febrúar síðastliðnum bætti hún við sig 50 tíma Yin Yoga kennararéttindum hjá Josh Summers í Summers school of Yin Yoga, en þar var áhersla lögð á núvitund í Yin yoga og Yin hugleiðslutækni. Elín hefur iðkað yoga frá því hún féll fyrir því í menntaskóla og nýtur þess að fá að dýpka sína iðkun á hverjum degi. Elín leggur áherslu á mýkt & sjálfsmildi í sinni kennslu.

Kennt verður í 6 vikur á þriðjudögum frá kl.18:30-20:00
(2. október – 6. nóvember 2018)

Verð: 20.000kr (Súkkulaði innifalið & frír aðgangur í opna tíma Súkkulaðisetursins á meðan námskeiði stendur.)
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning andagift@andagift.is

SJÁLFSTYRKING & DJÚPSLÖKUN FYRIR 13-16 ÁRA

ANDAGIFT býður upp á 4ja vikna námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára með áherslu á sjálfstyrkingu og djúpslökun. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum frá kl.15:45-16:45. Á námskeiðinu verða kynntar öndunar- og líkamsæfingar sem hjálpa til við að slaka á örum huga. Í hverjum tíma verða leiddar hugleiðsluæfingar til þess að tengjast líkama sínum með það að markmiði að auka líkamsvirðingu og efla sjálfstraust. Allir tímarnir enda síðan á djúpslökun og tónheilun til þess að endurnæra, græða og heila. Í öllum tímunum verður boðið upp á hreint súkkulaði frá Guatemala en súkkulaðið kemur okkur í tæri við dýpri slökun og tengingu við eigið sjálf. Það er stútfullt af magnesíum, andoxunarefnum, seretónín og járni svo eitthvað sé nefnt.

Helstu áherslur námskeiðisins eru að:

  • Efla sjálfstraust
  • Bæta líkamsvirðingu
  • Vinna á streitu og kvíða
  • Efla sköpunarkraft
  • Slaka og endurnæra

Námskeiðið hefst 5.feb og stendur til og með 28.feb. Skráning í gegnum andagift@andagift.is. Nánari upplýsingar um Andagift og súkkulaðið má finna á www.andagift.is

Verð: 14.900

Kennarar námskeiðisins eru Lára Rúnarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir. 

Lára Rúnarsdóttir er tónlistarkona og kundalini jógakennari og hefur haldið námskeið í kvíðastjórnun fyrir unglinga við góðar undirtektir. Hún er auk þess með B.ed. gráðu í kennslufræðum og MA í kynjafræði. 

Tinna Sverrisdóttir er útskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar einnig sem tónlistarkona.Tinna stundaði nám í Guatemala árið 2017 að nafni “Yoga of sound and chocolate” þar sem hún lærði um mátt súkkulaði plöntunnar og töfra tónheilunar. Í náminu var lögð áhersla á raddþjálfun og tengingu hjartastöðvar við raddstöðina í gegnum söng og möntrur. Tinna hefur víðtæka reynslu af því að vinna með börnum og unglingum í gegnum listir og sköpun.