Dagsetning/Tími
Date(s) - 31/12/2019
17:00 - 18:00
Staðsetning
ANDAGIFT
Opinn tími síðdegis. Fyrri hluta tímans er lögð áhersla á að tengjast inn á við og finna einingu í gegnum möntrusöng eða hugleiðslu og stundum gerum við léttar kundalini æfingar. Í seinni hluta tímans leggjumst við niður í tónheilun og djúpslökun. Það þarf ekki að mæta í sérstökum klæðnaði, allur hversdagsklæðnaður hentar fyrir tímana.
Tónheilun er einföld og áhrifarík leið til þess að slaka á líkama og huga. Líkaminn okkar er um 60% vatn ~ tónheilun hreyfir við vatni líkamans og losar þannig um spennu og staðnaða orku. Einnig vinna hreinir tónar á miðtaugakerfi okkar sem gefur djúpslakandi áhrif á taugakerfið. Þannig hjálpar tónheilun okkar að vinna bug á streitu & kvíða.