Warning: preg_match(): Compilation failed: quantifier does not follow a repeatable item at offset 1 in /home/andagift/public_html/wp-includes/class-wp.php on line 223
Andagift | Andagift.is

ANDAGIFT

Andagift er griðarstaður fyrir alla sem vilja rækta líkama, huga & sál & iðka sjálfsvirðingu & sjálfsmildi í hlýlegu umhverfi. Andagift leggur mikið upp úr því að skapa traust rými þar sem allar tilfinningar eru leyfðar og við æfum okkur í að mæta okkur þar sem við erum. Andagift býður upp á súkkulaðiseremóníur/athafnir daglega og byggjast tímarnir á einföldum og aðgengilegum öndunar-, hugleiðslu- og jógaæfingum.

Allir tímar hefjast á því að skálað er í 100% hreinu súkkulaði frá Guatemala sem hjálpar líkamanum að komast í dýpra slökunar- og vellíðunarástand. Súkkulaðið er handunnið frá baun í bolla, það er stútfullt af andoxunarefnum og öðrum lífsnauðsynlegum næringarefnum á borð við magnesíum, járni, omega 6 og B-vítamíni. Allir tímar enda á djúpslökun með lifandi tónheilun þar sem spilað er á kristalskálar, tíbverskar söngskálar, gong & fl. 

Andagift býður einnig upp á litríkt úrval af námskeiðum, viðburðum, slökunarhelgum & einkatímum. Tilvalið fyrir alla sem vilja hvílast, hlaða & hlúa að sjálfum sér í amstri hversdagsins. Vertu hjartanlega velkomin/n.

ÞAÐ SEM VIÐ BJÓÐUM UPP Á

N

TÓNHEILUN

Tónheilun er einföld og áhrifarík leið til þess að slaka á líkama og huga. Líkaminn okkar er um 60% vatn ~ tónheilun hreyfir við vatni líkamans og losar þannig um spennu og staðnaða orku. Einnig vinna hreinir tónar á miðtaugakerfi okkar sem gefur djúpslakandi áhrif á taugakerfið. Þannig hjálpar tónheilun okkar að vinna bug á streitu & kvíða.
N

HUGLEIÐSLA

Hugleiðsla eykur athyglisgáfu, einbeitingu og hæfileikann til að vinna undir álagi án streitu. Hún hjálpar okkur að draga úr kvíða og áhyggjum og auðveldar okkur að takast á við bæði líkamlegan og andlegan sársauka. Hugleiðsla dregur einnig úr misnotkun áfengis og fíkniefna, eykur viðbraðgsflýti og vinnur á síþreytu. Hugleiðsla eykur sköpunargleði.
N

KUNDALINI JÓGA

Kundalini Jóga er kennd eftir forskrift Yogi Bhajan og miðar að því að hreyfa við lífsorkunni okkar og losa um stíflur í orkustöðvum líkamans. Til þess eru notaðar ýmis konar líkamsstöður, hugleiðslur, öndunaræfingar og möntrusöngur. Kundalini jóga er ótrúlega öflug leið til þess að tengja inn á við, finna fyrir líkamanum sínum, mætti /kröftum og sanna sjálfi.
N

DEKURSTUND FYRIR HÓPINN ÞINN:

Dekurstund fyrir þig og vini þína með ilmandi súkkulaðibolla, tónheilun, djúpslökun og lestur á spilum fyrir afmælisbarnið/gæsina/stegginn 

N

EINKATÍMAR

Einka súkkulaðiseremónía með Tinnu þar sem boðið er upp á ilmandi súkkulaðibolla, leidda hugleiðslu, tónheilun & djúpslökun. Markmið tímans er að tengjast inn á við með sjálfsmildi að leiðarljósi. Við leyfum kröftum súkkulaðisins að leiða okkur í ferðalag þar sem við hreinsum burt það sem við þurfum ekki lengur á að halda, endurnærum líkama & sál og tengjumst því sem hjartað kallar á. Einkaseremónía með Láru í kvíðastjórnun og sjálfsstyrkingu með hjálp Kundalini Jóga þar sem fundnar verða leiðir til þess að minnka streitu og kvíða með hugleiðslu- öndunar- og líkamsæfingum. Boðið er upp á vermandi súkkulaðibolla og hjartans spjall.

N

SÚKKULAÐISEREMÓNÍA

Við í Andagift bjóðum upp á fjölbreyttar seremóníur.

Súkkulaðimöntrukvöld: Áhersla er lögð á að tengjast inn á við og finna einingu í gegnum
möntrusöng og hugleiðslu.
Nýtt tungl seremónía: Áhersla lögð á að tengjast eigin markmiðum, löngunum og draumum.
Bjóðum inn krafta tunglsins til þess að gefa okkur byr undir báða vængi svo við megum láta
drauma okkar rætast.
Kakódans: Súkkulaði. Dans. Flæðandi tónlist. Gerist ekki betra! Þar tengjumst við eigin
líkama, sleppum tökunum og dönsum eins og enginn sé að horfa.

LÁRA RÚNARSDÓTTIR

LÁRA RÚNARSDÓTTIR

EIGANDI OG KENNARI

Lára Rúnarsdóttir útstkrifaðist sem Kundalini jógakennari frá The Kundalini Reserch Institute árið 2013 og hefur tekið framhaldsnámið Mind & Meditation frá sömu stofnun. Hún hefur lokið við level 2 í Höfuðbeina & spjalhryggjarjöfnun frá Upledger Institute á Íslandi.
Lára er tónheilari & tónlistarkona og hefur gefið út 6 breiðskífur undir eigin nafni. Hún er menntaður tónmenntakennari & með meistarnám í Kynjafræði.
Lára er einn stofnenda Andagiftar & hefur haldið fjölda námskeiða & viðburða sem tengjast jóga, hugleiðslu, valdeflingu & slökun.

lara@andagift.is

TINNA SVERRISSDÓTTIR

TINNA SVERRISSDÓTTIR

EIGANDI OG KENNARI

Tinna Sverrisdóttir er útskrifuð úr Otter Dance School Of Earth Medicine sem er árs nám í N-Amerískum Shamanisma, kennt af hinni mögnuðu Robbie Warren.
Tinna lærði einnig Yoga Of Sound & Chocolate í Gvatemala árið 2017 með áherslu á tónheilun og hvernig skal meðhöndla kakóplöntuna sem heilagt lækningalyf. Tinna útskrifaðist árið 2012 sem leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar því einnig sem leikkona, leiklistarkennari & tónlistarkona. Tinna hefur lagt mikla áherslu á að vinna með konum og ungum stelpum í starfi til sjálfseflingar og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir bæði börn & unglinga. Þannig fléttar hún leiklistinni og heilunarvinnu saman á kraftmikinn og aðgengilegan hátt.

tinna@andagift.is

HAFA SAMBAND

 

ANDAGIFT EHF

Öldutún 1

220 Hafnarfjörður

andagift@andagift.is