SÚKKULAÐIÐ

UM SÚKKULAÐIÐ

Súkkulaði hefur löngum verið talið fæða guðanna og kalla Mayan indjánarnir það “Blóð hjartans”. Enda hefur súkkulaði verið notað sem lækningarjurt og hjartaauðgandi lyf í seremóníum svo öldum skiptir. Súkkulaðið sem unnið er með er 100% hreint súkkulaði frá Guatemala (ceremonial cacao). Það er handunnið af ástríðu frá baun í bolla sem gerir það að verkum að eiginleikar þess og næringarinnihald helst óskert við framleiðslu. Súkkulaðið er stútfullt af ýmisskonar lífsnauðsynlegum næringarefnum.

N

MAGNESÍUM

Hjálpar okkur að slaka á þreyttum vöðvum og örum huga (Súkkulaðið hefur hæsta magn magnesíum af öllum plöntum)
N

JÁRN

Eykur súrefni til heila og vefja – eykur úthald og orku (mikilvægt sérstaklega fyrir konur)
N

KRÓM

Hjálpar til við að halda blóðsykri í jafnvægi (mjög gott fyrir þá sem þjást af of háum blóðþrýstingi)
N

PEA

Efnið sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. Skerpir fókus og athygli. (Hefur einnig góð áhrif á skapsveiflur og þyngdartap)
N

ANDOXUNAREFNI

Hjálpar til við að koma í veg fyrir sjúkdóma og halda okkur unglegum og orkumiklum. (Súkkulaði inniheldur meira af andoxunarefnum en rauðvín, bláber, goji ber og granatepli til samans!)
N

PEA

Efnið sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. Skerpir fókus og athygli. (Hefur einnig góð áhrif á skapsveiflur og þyngdartap)
N

ADANDAMIDE

“The bliss chemical“ – efnið sem við framleiðum þegar okkur líður mjög vel (Hefur aðeins fundist í einni plöntu og er það kakó plantan).
N

SERETÓNÍN

Boðefnið sem hjálpar okkur að sigrast á streitu og eykur vellíðan (Gagnlegt fyrir þá sem þjást af kvíða og þunglyndi)
N

THEOBROMIN

Styrkir ónæmiskerfið og eykur blóðflæði til hjartans (Efnið sem sagt er að “stækki hjarta manns”)
Svo það má með sanni segja að 100% hreint súkkulaði nærir bæði líkama & sál. Því bjóðum við í ANDAGIFT upp á ilmandi súkkulaðibolla með allri okkar iðkun og bjóðum þannig hverjum þeim sem vill njóta góðs af upp á enn dýpri slökun og tengingu við eigið sjálf.
* Mælt er með að borða ekki þunga máltíð ca.3 klst fyrir súkkulaðiathöfn (einnig gott að sleppa kaffi)
* Mikilvægt er að mæta í þægilegum fatnaði (þar sem Andagift býður ekki upp á búningsaðstöðu)
* Ef þú tekur kvíða eða þunglyndislyf mælum við með því að leita til okkar áður en súkkulaðið er drukkið því þá gæti verið að við þyrftum að minnka skammtinn þinn.

KENNSLA Í KAKÓGERÐ