SÚKKULAÐIÐ

UM SÚKKULAÐIÐ

Súkkulaði hefur löngum verið talið fæða guðanna og kalla Mayan indjánarnir það “Blóð hjartans”. Enda hefur súkkulaði verið notað sem lækningarjurt og hjartaauðgandi lyf í seremóníum svo öldum skiptir. Súkkulaðið sem unnið er með er 100% hreint súkkulaði frá Guatemala (ceremonial cacao). Það er handunnið af ástríðu frá baun í bolla sem gerir það að verkum að eiginleikar þess og næringarinnihald helst óskert við framleiðslu. Súkkulaðið er stútfullt af ýmisskonar lífsnauðsynlegum næringarefnum.

N

MAGNESÍUM

Hjálpar okkur að slaka á þreyttum vöðvum og örum huga (Súkkulaðið hefur hæsta magn magnesíum af öllum plöntum)
N

JÁRN

Eykur súrefni til heila og vefja – eykur úthald og orku (mikilvægt sérstaklega fyrir konur)
N

KRÓM

Hjálpar til við að halda blóðsykri í jafnvægi (mjög gott fyrir þá sem þjást af of háum blóðþrýstingi)
N

PEA

Efnið sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. Skerpir fókus og athygli. (Hefur einnig góð áhrif á skapsveiflur og þyngdartap)
N

ANDOXUNAREFNI

Hjálpar til við að koma í veg fyrir sjúkdóma og halda okkur unglegum og orkumiklum. (Súkkulaði inniheldur meira af andoxunarefnum en rauðvín, bláber, goji ber og granatepli til samans!)
N

PEA

Efnið sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. Skerpir fókus og athygli. (Hefur einnig góð áhrif á skapsveiflur og þyngdartap)
N

ADANDAMIDE

“The bliss chemical“ – efnið sem við framleiðum þegar okkur líður mjög vel (Hefur aðeins fundist í einni plöntu og er það kakó plantan).
N

SERETÓNÍN

Boðefnið sem hjálpar okkur að sigrast á streitu og eykur vellíðan (Gagnlegt fyrir þá sem þjást af kvíða og þunglyndi)
N

THEOBROMIN

Styrkir ónæmiskerfið og eykur blóðflæði til hjartans (Efnið sem sagt er að “stækki hjarta manns”)
Svo það má með sanni segja að 100% hreint súkkulaði nærir bæði líkama & sál. Því bjóðum við í ANDAGIFT upp á ilmandi súkkulaðibolla með allri okkar iðkun og bjóðum þannig hverjum þeim sem vill njóta góðs af upp á enn dýpri slökun og tengingu við eigið sjálf.
* Mælt er með að borða ekki þunga máltíð ca.3 klst fyrir súkkulaðiathöfn (einnig gott að sleppa kaffi)
* Mikilvægt er að mæta í þægilegum fatnaði (þar sem Andagift býður ekki upp á búningsaðstöðu)
* Ef þú tekur kvíða eða þunglyndislyf mælum við með því að leita til okkar áður en súkkulaðið er drukkið því þá gæti verið að við þyrftum að minnka skammtinn þinn.

KAUPA SÚKKULAÐI

Pantaðu súkkulaði og aðrar vörur og við sendum þær til þín í pósti