Lýsing
Langar þig að færa hugleiðslu inn í líf þitt?
Það tekur 40 daga að skapa nýjan vana.
Lára leiðir hópinn í gegnum hugleiðslu á hverjum morgni í 40 daga & kynnir ólíkar leiðir til þess að hugleiða. Við gefum okkur 11 mín á dag til þess að stilla strengina, róa hugann, anda, hlusta á innsæið & finna fyrir okkur.
Námskeiðið fer fram á lokuðum hópi á facebook & er hugleiðslan birt þar kl. 6.30. Hægt er að njóta hennar hvenær sem er.
Hugleiðsla hjálpar okkur að draga úr kvíða og áhyggjum og auðveldar okkur að takast á við bæði líkamlegan og andlegan sársauka. Hugleiðsla eykur lífs- & sköpunargleði & vinnur á fíknivanda. Notast verður við leiddar hugleiðslur, öndunaræfingar, möntrur & hreyfingu.
Kennari námskeiðsins er Lára Rúnarsdóttir jógakennari, tónlistarkona og tónheilari. Lára Rúnarsdóttir er eigandi og stofnandi Andagiftar. Hún hefur starfað sem tónlistarkona síðustu tíu árin og kennt Kundalini jóga síðan 2015. Hún er einnig Höfuðbeina- & spjaldhryggjar meðferðaraðili & nemi í N-Amerískum Shamanisma.
Námskeiðið stendur frá 22.mars – 30.apríl
Verð: 19.000 kr og innifalinn er aðgangur að innri veröld Andagiftar á meðan á námskeiði stendur.
Skráning fer fram hér á síðunni eða í gegnum andagift@andagift.is
<3
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.