Bumbukakó // 4 vikna námskeið & sérviðburður // 3.júní

19.000 kr

Andagift býður barnshafandi konur hjartanlega velkomnar á nærandi og notalegt námskeið í júní! Námskeiðið er kennt á mán frá kl. 18.30 – 20.00 frá 3.júní – 24.júní.

Á þessu dýrmæta skeiði í lífi konu, þar sem lífið vex og dafnar og móðurhjartað stækkar er samvera kvenna mikilvæg og gefandi. Við eflum sköpunarkraftinn og hina umvefjandi móðurorku.

Á lager

Lýsing

Bumbukakó
– – –
Andagift býður barnshafandi konur hjartanlega velkomnar á nærandi og notalegt námskeið í júní! Námskeiðið er kennt á mán frá kl. 18.30 – 20.00 frá 3.júní – 24.júní.

Á þessu dýrmæta skeiði í lífi konu, þar sem lífið vex og dafnar og móðurhjartað stækkar er samvera kvenna mikilvæg og gefandi. Við eflum sköpunarkraftinn og hina umvefjandi móðurorku.

Í samverustundunum bjóðum við upp á ilmandi súkkulaði sem er einstök ofurfæða fyrir líkama, huga, sál. Við förum inn í hugleiðslu – og öndunaræfingar og syngjum einfaldar möntrur sem henta einstaklega vel á meðgöngu. Í mildu Jóga og hreyfiflæði vinnum við með líkamann. Í hverjum tíma verður boðið upp á slökun og tónheilun með það að markmiði að rækta sjálfsmildi og ró.

Í hverjum tíma verður þema, rauður þráður sem leiðir stundina og gefur okkur frekari innblástur í stundina.
1) – Líkaminn frá getnaði til fæðingar & 40 daga eftir fæðingu.
2) – Andlegur undirbúningur fyrir fæðingu.
3) – Andleg næring móður og barns.
4) – Móðirin.

María Carrasco er dansari, heilari og lífskönnuður. Hún starfar sem sjúkraþjálfari veitir meðferðir og ráðgjöf á sviði heilsu og vellíðunar með heildræna sýn á samspil líkama, sálar, huga og náttúru. María hefur sótt sér stundar nú nám í Acutonics (tónheilunarfræði) og höfuðbeina – og spjaldhryggjarmeðferð. Hún hefur starfað hjá ANDAGIFT frá sumri 2018. María er barnshafandi og er full tilhlökkunar fyrir komandi námskeiði og tekur á móti þér með opna arma og ást í hjarta.

Þorgerður Gefjun er jógakennari, meðgöngujógakennari, Reiki heilari & Gong heilari.

Innifalið í námskeiði er sérviðburður Andagiftar ~ Fyrir barnshafandi konur ~ nánar tilkynnt síðar.

Verð: 19000.-
Innifalinn er aðgangur að öllum opnum tímum Andagiftar á meðan á námskeiði stendur.

Skráning fer fram með því að greiða hér:
Eða senda línu á andagift@andagift.is fyrir aðra greiðslumöguleika eða fyrirspurnir.

Bumbuknús,
ANDAGIFT

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Bumbukakó // 4 vikna námskeið & sérviðburður // 3.júní”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *