Drekakakó // 19.des

4.000 kr

Verið velkomin í samverustund í Andagift miðvikudagskvöldið 19.desember frá kl. 20 – 22 sem verður tileiknuð drekum, þessu goðsagnakenndu verum sem við höfum heyrt af í allskonar ævintýrum og sögum.

Ekki til á lager

Lýsing

Verið velkomin í samverustund í Andagift miðvikudagskvöldið 19.desember frá kl. 20 – 22 sem verður tileiknuð drekum, þessu goðsagnakenndu verum sem við höfum heyrt af í allskonar ævintýrum og sögum.

Drekar eru kærleiksríkar, magnaðar og máttugar verur sem er svo sannarlega dásamlegt að kynnast betur. Drekar kenna okkur líka ýmislegt um okkur sjálf svo sem að læra að umbreyta erfiðum tilfinningum og að horfast í augu við skuggana okkar. Drekarnir eru komnir til að hjálpa okkur með þetta og margt annað.

Nú erum við að undirbúa okkur fyrir næsta ár sem hefur töluna 3 í forgrunni samkvæmt talnaspeki. Það merkir meðal annars að það mun vera tækifæri til að finna mikinn meðbyr til að vinna markvisst með þriðju orkustöðina, sem tengist hugrekki, áræðni og styrk til að standa í sér og með sér í gegnum allskonar aðstæður. Þar koma drekarnir sterkir inn og við fáum að kynnast t.d jarðardrekum, vatnsdrekum, elddrekum og loftdrekum

Við hefjum stundina á að skála í töfrandi dreka-kakó, bera á okkur öflugar kjarnaolíur, jarðtengja okkur og hefja svo drekana á loft, kynnast þeim betur gegnum leidda hugleiðslu, drekaspil og sameiginlega visku.

Stundina leiðir Þorgerður Gefjun en hún er jógakennari, ilmkjarnameistari og Reiki-heilari.

Verið hjartanlega velkomin <3

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Drekakakó // 19.des”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *