VillikellingaKakó // 28. okt – UPPSELT hægt að skrá sig á biðlista

39.000 kr

UPPSELT – hægt er að skrá sig á biðlista. Ef fleiri en 10 skrá sig á biðlista getum við boðið þeim að vera með. Skráning á biðlista fer í gegn um andagift@andagift.is
Villikellingakakó þar sem við eflum tenginguna við hverja aðra, okkur sjálfar & við náttúruna. Við tengjumst gyðjunni, villikellingunni, töfrabarninu & norninni innra með okkur í gegnum shamanískar aðferðir, súkkulaði seremóníur, djúpslökun, tónheilun & töfrandi náttúruferðir. Við leyfum okkur að fara út fyrir comfort zone-ið, stíga inn í hugrekkið & fagna hráleikanum í allri sinni dýrð. Þannig stækkum við saman & sköpum rými til þess að vera allskonar!
 
Við í ANDAGIFT bjóðum upp á 6 vikna námskeið þar sem systralagið verður í hávegum haft. Námskeiðið hefst 28.okt og stendur til 2.desember. Kennt er á mán frá 18.15 – 20.00.

Ekki til á lager

Lýsing

UPPSELT – hægt er að skrá sig á biðlista. Ef fleiri en 10 skrá sig á biðlista getum við boðið þeim að vera með. Skráning á biðlista fer í gegn um andagift@andagift.is
Villikellingakakó er 6 vikna námskeið þar sem við eflum tenginguna við hverja aðra, okkur sjálfar & við náttúruna. Við tengjumst gyðjunni, villikellingunni, töfrabarninu & norninni innra með okkur í gegnum shamanískar aðferðir, súkkulaði seremóníur, djúpslökun, tónheilun & töfrandi náttúruferðir. Við leyfum okkur að fara út fyrir comfort zone-ið, stíga inn í hugrekkið & fagna hráleikanum í allri sinni dýrð. Þannig stækkum við saman & sköpum rými til þess að vera allskonar!
 
Við í ANDAGIFT bjóðum upp á 6 vikna námskeið þar sem systralagið verður í hávegum haft. Námskeiðið hefst 28.okt og stendur til 2.desember. Kennt er á mán frá 18.15 – 20.00.
 
*** INNIFALIÐ ***
 
ÞRJÁR SÚKKULAÐISEREMÓNÍUR í Súkkulaðisetri Andagiftar 🍫
Hver stund hefst á því að við skálum í ilmandi súkkulaðibolla frá Guatemala, lendum inn á við í leiddri hugleiðslu, setjum okkur ásetning, sameinumst svo í möntrusöng, tengjumst líkamanum og endum á tónheilun og djúpslökun.
Hver tími verður með sitt þema og þar af leiðandi býður upp á sína einstöku dýnamík.
 
NÁTTÚRUGANGA 🍃
Þögul ganga um einstaka íslenska náttúru. Göngum að leyndri perlu þar sem við sameinumst undir berum himni, skálum í súkkulaði, pranayama öndunaræfingum, möntrusöng & djúpslökun.
 
VILLIKELLINGA SVETT 💦
Við ferðumst aftur að kjarnanum, að þeim tíma þar sem við vorum vanar að sameinast inni í tjaldi með þann ásetning að heila, hreinsa og halda utan um okkur sjálfar og hverja aðra. Eftir svettið nærum við okkur með dýrindis súpu & nýbökuðu brauði. Eftir svettið verður FLOT & TÓNHEILUN 💧
Fljótum á vit ævintýranna. Fyrir flotið er boðið upp á súkkulaði & á meðan flotinu stendur verður lifandi tónheilun á bakkanum.
 
ELDSEREMÓNÍA Í ÖSKJUHLÍÐ 🔥
Þar munum við kveikja eld. Finna frumkraftinn, tengjast trommuslættinum, náttúrunni og sköpunarkraftinum. Við hendum á bálið því sem við erum tilbúnar að losa okkur við og bjóðum inn nýja neista í staðinn.
Eldurinn hjálpar okkur að efla sköpunarkraftinn, kynda undir kynorkunni og lífskraftinum. Hann hjálpar okkur að varpa ljósi á það sem ekki þjónar okkur lengur og brenna burt allt það sem heldur aftur af okkur. Þannig megum við saman stíga enn sterkar inn í kraftinn okkar!
 
 
TÍMASETNING 🌻
Námskeið er á mánudögum frá kl.18:15 – 20:00 (nema svitahofið er frá 16:00 – 22:00 og verður haldið sunnudaginn 10.nóvember). Það er því enginn tími 11.nóvember.
 
Þannig hefjum við vikuna saman með því að tengjast inn á við, stilla áttavitann og endurhlaða á tankinn fyrir komandi tíma.
 
Í lok námskeiðs fær hver villikelling gjöf frá ANDAGIFT til þess að taka með sér heim 🎁
 
Verð: 39.000 kr fyrir allan pakkann & innifalið í alla opna tíma Andagiftar á meðan á námskeiði stendur. Skráning fer fram með því að greiða hér: www.andagift.is/namskeid
 
Hlökkum til þess að hrista upp í gömlum gildum með ykkur og fagna kvenleikanum í öllu sínu veldi!
 
Takmörkuð pláss í boði. Skráning á andagift@andagift.is
 
❤️ ❤️ ❤️
 
SYSTRAÁST
Tinna & Lára

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “VillikellingaKakó // 28. okt – UPPSELT hægt að skrá sig á biðlista”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *