Frjáls framlög til stuðnings við ókeypis nettíma

1.000 kr100.000 kr

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

Lýsing

Kæru vinir,

Við höfum ákveðið að færa okkur alfarið yfir í rafræna kennslu á meðan á samkomubanninu stendur. Höldum áfram að næra okkur vel & tengja okkur saman. Við munum bjóða upp á tíma alla virka daga í gegnum heimasíðuna okkar.

Svæðið verður opið öllum & hver tími settur inn kl. 07.00 að morgni og verða opnir áfram, svo þú getur iðkað hvenær og hvar sem er. Fyrsti tíminn verður birtur á föstudag.

Í boði verða súkkulaðiseremóníur með hugleiðslu, mjúkri hreyfingu, möntrusöng & djúpslökun.

Við höfum nú fellt niður sendingarkostnað af kvennakakóinu okkar á vefversluninni ef þið viljið útbúa bollann sjálf heima eða í vinnunni. Einnig munum við setja inn kennslumyndband á síðuna okkar um hvernig best er að útbúa dýrindis súkkulaðibolla.

Það er draumur okkar að við styðjum sem allra best við hvort annað á þessum tímum. Við bjóðum þeim sem eiga kort hjá okkur að frysta kortin tímabundið, þó vonumst við til að sem flestir sjái sér fært um að styðja við okkur með því að greiða kortin áfram. Við óskum eftir frjálsum framlögum frá þeim sem ekki eiga kort en hyggjast nýta sér nettímana. Til þess að frysta kort er best að senda tölvupóst á andagift@andagift.is.

Svo vonumst við til að sjá ykkur aftur sem allra fyrst & sendum ykkur andans þakkir & faðmlög.

Lára, Tinna & Signý

Frekari upplýsingar

Veldu upphæð

1000 kr – þú ert gleðigjafi!, 3000 – þú ert frábær!, 5000 – þú ert snillingur!, 10000 – þú ert súkkulaði!, 20000 – þú ert hjartaköggull!, 40000 – þú ert kristall!, 60000 – þú ert gjöf!, 100000 – þú ert GULLMOLI!

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Frjáls framlög til stuðnings við ókeypis nettíma”