GRL PWR KAKÓ 15-20 ára // 5 vikna námskeið // 19. nóv

25.000 kr

Langar þig að læra að slaka á?
Langar þig að öðlast meira hugrekki?
Langar þig að elfa tenginguna við sjálfa þig?
Langar þig að láta drauma þína rætast?

GRL PWR kakó er 5 vikna námskeið fyrir stelpur á aldrinum 15-20 ára sem hefur sjálfseflingu, slökun og systralag að leiðarljósi. Námskeiði fer fram í ANDAGIFT, Skeifunni 7 (salur 2).

Á lager

Flokkur:

Lýsing

Langar þig að læra að slaka á?
Langar þig að öðlast meira hugrekki?
Langar þig að elfa tenginguna við sjálfa þig?
Langar þig að láta drauma þína rætast?GRL PWR kakó er 5 vikna námskeið fyrir stelpur á aldrinum 15-20 ára sem hefur sjálfseflingu, slökun og systralag að leiðarljósi. Námskeiði fer fram í ANDAGIFT, Skeifunni 7 (salur 2).

Námskeiðið mun byggjast upp á einföldum öndunar, hugleiðslu og slökunar aðferðum sem hjálpa til við að vinna bug á streitu og kvíða í daglegu lífi. Að þessu sinni munum við ferðast í gegnum elementin:

19. nóv : LOFT // tjáning
26. nóv: JÖRÐ // öryggi
3. des: ELDUR // sköpun
10: des: VATN // traust
15.des ANDI // tenging

ATH: síðasti tíminn verður á sunnudegi þar sem við fögnum með GRLPWR aðventustund. Nánari tímasetning auglýst síðar.

Við munum gefa okkur tíma til að kynnast, læra að tjá okkur af öryggi, efla sjálfást og mildi og takast á við óttann okkar. Einnig munum við skoða drauma okkar og langanir og læra æfingar sem hjálpa okkur að finna kjark til þess að láta drauma okkar rætast.

Í upphafi hvers tíma drekkum við ilmandi SÚKKULAÐI frá Guatemala en súkkulaðið er stútfullt af magnesíum og vítamínum sem hjálpar okkur að slaka betur á og komast í betri tengingu við okkur sjálfar. Hver tími endar svo á djúpslökun og lifandi tónheilun.

Setningin “STELPUR ERU STELPUM BESTAR” er slagorð námskeiðisins þar sem við munum leitast eftir því að finna samstöðu okkar á milli og veita hverri annarri stuðning inn í það sem við erum að kljást við á hverri stundu. Einnig er áhersla á einfaldleika og leikgleði sem áminning á að taka okkur sjálfum og lífinu ekki of alvarlega.

Í lok námskeiðs fær hver og ein gjöf til þess að taka með heim ásamt því að vera komin með gagnleg tól og æfingar í verkfærakistilinn til þess að nota sjálf í daglegu lífi.

GRL PWR kakó er kennt á þriðjudögum kl.18:30-19:45. Námskeiðið er 19.nóv – 15.des

Verð: 25.000 kr (Súkkulaði innifalið & frír aðgangur í opna tíma Súkkulaðisetursins á meðan námskeiði stendur.
– Takmörkuð pláss í boði –

SKRÁNING fer fram með því að greiða hér á síðunni, en einnig er hægt að senda póst á andagift@andagift.is til þess að semja um aðra greiðsluleið.

KENNARI námskeiðisins er Tinna Sverrisdóttir. Tinna er útskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar einnig sem tónlistarkona. Hún er einn stofnenda Reykjavíkurdætra og einnig meðlimur í hljómsveitinni Kronika. Tinna stundaði nám í Guatemala árið 2017 að nafni “Yoga of sound and chocolate” þar sem hún lærði um mátt súkkulaði plöntunnar og töfra tónheilunar. Tinna hefur áratuga reynslu í því að vinna með börnum og unglingum að sjálfseflingu en árið 2013 var hún kosin bæjarlistamaður Kópavogs þar sem hún ferðaðist í alla skóla í Kópavogi með námskeið sem lagði áherslu á sjálfseflingu í listsköpun. Tinna kennir einnig leiklist í Leynileikhúsinu.

Hlökkum til að sjá ykkur

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “GRL PWR KAKÓ 15-20 ára // 5 vikna námskeið // 19. nóv”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *