Kakódjamm // 27. sept // Þema: Orkustöðvahristingur

5.500 kr

Við ætlum að sameinast í kakódans í Andagift, Skeifunni 7 þann 27. september frá kl. 20.30 – 22.30. Við byrjum á því að skála í ilmandi súkkulaðibolla, opnum á sameiningu og traust í gegnum hugleiðslu og möntrusöng og hreyfum okkur síðan í mögnuðu flæði upp orkustöðvar líkamans.
Lifandi trommusláttur og mögnuð tónlist mun hjálpa okkur að opna hjartað og dansa frá þeim stað.

Á lager

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Viltu dansa fyrir þig?
Viltu hreyfa þig í takt við seiðandi trommuslátt?
Viltu heila & hreinsa gömul sár?
Viltu opna hjarta þitt & öðlast dýpri trú á þig & magnaða líkamann þinn?

Við ætlum að sameinast í kakódans í Andagift, Skeifunni 7 þann 27. september frá kl. 20.30 – 22.30. Við byrjum á því að skála í ilmandi súkkulaðibolla, opnum á sameiningu og traust í gegnum hugleiðslu og möntrusöng og hreyfum okkur síðan í mögnuðu flæði upp orkustöðvar líkamans.
Lifandi trommusláttur og mögnuð tónlist mun hjálpa okkur að opna hjartað og dansa frá þeim stað.

Súkkulaðið sem við drekkum er 100% hreint súkkulaði frá regnskógum Guatemala. Það hefur verið notað í gegnum aldirnar til þess að opna hjartað & vinna bug á streitu og verkjum. Það er ríkt af næringu fyrir líkamann, m.a. með mesta magn magnesíum af öllum plöntum. Nánari upplýsingar um súkkulaðið má finna á heimasíðu okkar www.andagift.is.

Lára Rúnarsdóttir eigandi Andagiftar, tónlistarkona & jógakennari mun leiða kvöldið.

Verð: 5.500 kr
Skráning fer fram með því að greiða fyrir viðburðinn hér á síðunni.

Við mælum með því að mæta með léttan maga, taka með sér vatnsbrúsa & að láta okkur vita ef þið eruð að taka inn kvíða &/eða þunglyndislyf.

Hlökkum til að vinna með ykkur upp orkustöðvar líkamans.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kakódjamm // 27. sept // Þema: Orkustöðvahristingur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *