Warning: preg_match(): Compilation failed: quantifier does not follow a repeatable item at offset 1 in /home/customer/www/andagift.is/public_html/wp-includes/class-wp.php on line 223
LáruJóga // 6 vikna morgunnámskeið // hefst 4.maí - ANDAGIFT

LáruJóga // 6 vikna morgunnámskeið // hefst 4.maí

24.500 kr.

Súkkulaði – mjúkt jóga – líkamsvirðing – styrkur – úthald – sjálfsvirðing – söngur – tónheilun – slökun

Lára leiðir hér inn í 6 vikna námskeið þar sem við nálgumst líkamann okkar út frá því hvar við erum stödd, virkjum kraftinn okkar, hlúum að hjartanu og æfum okkur í sjálfsmildi.

Námskeiðið hefst 4.maí og stendur til og með 8.júní. Kennt er á þriðjudögum frá 8.30 – 9.45.

Námskeiðið er haldið í Reykjavík Yoga á Frakkastíg 16, 2. hæð.

Notast er við hreint súkkulaði frá Guatemala sem hefur þann eiginleika að skerpa einbeitingu og færa okkur dýpri hugleiðslu og slökun. Súkkulaðið er stútfullt af næringu fyrir líkama, huga og sál. Það er ríkt af andoxunarefnum og magnesíum.

Á lager

Lýsing

Súkkulaði – mjúkt jóga – líkamsvirðing – styrkur – úthald – sjálfsvirðing – söngur – tónheilun – slökun
Viltu sameina líkamlega og andlega iðkun? Viltu nálgast hreyfingu með mýkt og virðingu fyrir þínum líkama? Viltu kveikja á kraftinum þínum? Viltu njóta slökunar og tónheilunar?
Lára leiðir hér inn í 6 vikna námskeið þar sem við nálgumst líkamann okkar út frá því hvar við erum stödd, virkjum kraftinn okkar, hlúum að hjartanu og æfum okkur í sjálfsmildi. Námskeiðið hefst 4.maí og stendur til og með 8.júní. Kennt er á þriðjudögum frá 8.30 – 9.45.
Námskeiðið er haldið í Reykjavík Yoga á Frakkastíg 16, 2. hæð.
Notast er við hreint súkkulaði frá Guatemala sem hefur þann eiginleika að skerpa einbeitingu og færa okkur dýpri hugleiðslu og slökun. Súkkulaðið er stútfullt af næringu fyrir líkama, huga og sál. Það er ríkt af andoxunarefnum og magnesíum. Tímarnir fara þannig fram að fyrst er drukkið súkkulaði, tengst öndun og hugleiðslu. Því næst er unnið æfingasett fyrir líkamann með fjölbreyttum æfingum til þess að styrkja miðjuna okkar og tendra á kraftinn okkar. Að því loknu er farið djúpt inn í slökun með lifandi tónheilun. Í lok tímans kyrjum við saman möntru undir lifandi flutningi Láru.
Kennari námskeiðisins er Lára Rúnarsdóttir, annar eigandi Andagiftar. Lára er jógakennari, cranio (höfuðbeina- og spjaldhryggjar) meðferðaraðili, nemi i Shamanisma, tónlistarkona, kynjafræðingur & sitthvað fleira. Verð: 24.500 kr og hægt að tryggja sér pláss hér á síðunni. Innifalið í námskeiðisgjaldi er aðgangur að innri veröld Andagiftar á meðan á námskeiði stendur. Nánar um innri veröld Andagiftar hér: https://andagift.is/innri-verold/
Lárujóga er líka kennt í hádeginu á föstudögum & er hægt að fá bæði námskeiðin á 37500 kr, þá er best að senda okkur póst á andagift@andagift.is.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “LáruJóga // 6 vikna morgunnámskeið // hefst 4.maí”