Warning: preg_match(): Compilation failed: quantifier does not follow a repeatable item at offset 1 in /home/customer/www/andagift.is/public_html/wp-includes/class-wp.php on line 223
MöntruMáttur í hádeginu // 6 vikna námskeið - ANDAGIFT

MöntruMáttur í hádeginu // 6 vikna námskeið

22.500 kr.

Við ætlum að sameinast í dásamlega Skátalundi við Hvaleyrarvatn í hádeginu á miðvikudögum & drekka kakó, syngja möntrur & njóta djúpslökunar.
Þessi staður er sannkölluð paradís, umvafinn náttúruöflunum.

Kennt er á miðvikudögum frá kl. 12.00 – 13.00 & hefst námskeiðið 24.mars

Mantra þýðir frelsi hugans og er hugleiðsluform sem hjálpar okkur að losa um óæskileg hugsunar- & hegðunarmynstur. Tilgangur möntrunnar er að skapa víbring sem hjálpar okkur í dýpri tengingu við kjarnann & okkar sanna sjálf. Með ákveðnu loftflæði, samsetningu orða & atkvæða, með orku og meðvitund getum við haft djúsptæð áhrif á líf okkar. Rannsóknir sýna aukningu á alpha bylgjum við það að kyrja, svipað djúpslökunarástandi. Það hefur jákvæð áhrif á minnið & skerpir einbeitingu.

Á lager

Lýsing

Við ætlum að sameinast í dásamlega Skátalundi við Hvaleyrarvatn í hádeginu á miðvikudögum & drekka kakó, syngja möntrur & njóta djúpslökunar.
Þessi staður er sannkölluð paradís, umvafinn náttúruöflunum.

Kennt er á miðvikudögum frá kl. 12.00 – 13.00.

Mantra þýðir frelsi hugans og er hugleiðsluform sem hjálpar okkur að losa um óæskileg hugsunar- & hegðunarmynstur. Tilgangur möntrunnar er að skapa víbring sem hjálpar okkur í dýpri tengingu við kjarnann & okkar sanna sjálf. Með ákveðnu loftflæði, samsetningu orða & atkvæða, með orku og meðvitund getum við haft djúsptæð áhrif á líf okkar. Rannsóknir sýna aukningu á alpha bylgjum við það að kyrja, svipað djúpslökunarástandi. Það hefur jákvæð áhrif á minnið & skerpir einbeitingu.

Hver tími hefur ákveðinn ásetning eða þema þar sem við ferðumst með mætti möntrunnar, hljóða & tóna að njótum áhrifa þess að fá að gleyma okkur í sköpunarflæðinu. Í hverjum tíma syngjum við 1-3 möntrur og notum öndun, handastöður & hreyfingar eftir því sem við á. Við syngjum möntrur á sanskrit, íslensku & ensku & búum til okkar eigin möntrur með mætti raddarinnar.

Hver tími hefst á því að við skálum í hreinu súkkulaði frá Guatemala sem hefur þann eiginleika að skerpa einbeitingu og færa okkur dýpri hugleiðslu og slökun. Súkkulaðið er stútfullt af næringu fyrir líkama, huga og sál. Það er ríkt af andoxunarefnum og magnesíum. Því næst ferðumst við djúpt inn í krafta möntrunnar & endum síðan í djúpslökun & tónheilun.

Kennari námskeiðsins er Lára Rúnarsdóttir en hún er jógakennari, tónlistarkona og tónheilari. Lára Rúnarsdóttir er eigandi og stofnandi Andagiftar. Hún hefur starfað sem tónlistarkona síðustu fimmtán árin og kennt Kundalini jóga síðan 2015

Þetta eru sex miðvikudags hádegi, frá 24.mars – 28.apríl. Kennt er frá kl. 12.00 – 13.00 & kostar 22.500. Innifalinn er aðgangur að Innri Veröld Andagiftar.

Skráning fer fram hér á síðunni eða í gegnum andagift@andagift.is ef þú kýst aðra greiðsluleið eða vilt fá að skipta greiðslunni í tvennt.

Hlakka til að vera með ykkur,

Lára

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “MöntruMáttur í hádeginu // 6 vikna námskeið”