Ferðalag upp orkustöðvarnar // 7 vikna námskeið, hefst 15. janúar

30.000 kr

Andagift súkkulaðisetur býður upp á 7 vikna námskeið (15.janúar – 26.feb) í gegnum orkustöðvarnar. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 20.15 – 21.30.

Ekki til á lager

Lýsing

Andagift súkkulaðisetur býður upp á 7 vikna námskeið (15.janúar – 26.feb) í gegnum orkustöðvarnar. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 20.15 – 21.30.

Á þessu 7 vikna námskeiði verður hver vika tileinkuð einni af orkustöðvunum sjö. Við byrjum í rótarstöðinni og vinnum okkur að lokum upp í krúnuna. Þegar talað er um orkustöðvarnar er alla jafna unnið út frá þessum megin orkustöðvum sem allar samsama sig við ákveðna innkirtla eða taugahnoðra í líkamanum. Til þess að öðlast betri skilning á andlegum og líkamlegum þörfum okkar er mikilvægt að skilja hvaða áhrif hver orkustöð hefur fyrir sig og hvernig við stuðlum að betra jafnvægi innra með okkur með aukinni hlustun og meðvitund um mátt þeirra.

Á námskeiðinu verður farið í liti, kristalla, tónun, tónheilun, hreyfingar, sjálfsnudd og slökun út frá hverri orkustöð fyrir sig. Við viljum biðja alla þátttakendur að koma í þægilegum fötum og eiga litla bók og penna til þess að skrifa niður pælingar út frá ferðalaginu sem við förum í saman.

Þeir sem ekki þekkja orkustöðvarnar eru sérstaklega velkomnir á þetta námskeið þar sem við byrjum alveg á byrjuninni og förum eins djúpt í vinnu á hverri stöð fyrir sig eins og hægt er á þessum sjö vikum. Í upphafi hvers tíma verður svo drukkinn dásamlegur bolli af heitu súkkulaði sérstaklega gerður fyrir hverja orkustöð fyrir sig.
Súkkulaðið sem er drukkið í upphafi tímans kemur frá regnskógum Guatemala og er stútfullt af magnesíum og andoxunarefnum. Það hjálpar líkamanum að komast dýpra í slökunarástand, róar hugann og veitir skýrari einbeitingu.

Kennari námskeiðisins er Thelma Marín. Thelma er menntuð leik- og myndlistarkona og hefur starfað undanfarin ár ýmist í leiklist, myndlist og tónlist auk þess að hafa brennandi áhuga á öllu sem snýr að aukinni líkamlegri og andlegri vellíðan. Hún kynntist töfrum kakósins fyrir tveimur árum og deilir nú tengingu sinni við töfrana með okkur.

Það er takmarkað pláss í boði, til að skrá sig á námskeiðið þarf að greiða námskeiðsgjaldið hér ♥

Námskeiðið kostar 30.000 kr. og innifalið í því er opinn aðgangur að öllum opnum tímum setursins á meðan námskeiðið stendur ásamt kristalsgjöf í hverjum tíma. Opnir tímar verða alla virka daga frá og laug kl. 12 – 13 & frá kl. 17 – 18.

Hlökkum til að ferðast með ykkur upp orkustöðvarnar.
❤️ANDAGIFT

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ferðalag upp orkustöðvarnar // 7 vikna námskeið, hefst 15. janúar”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *