SJÁLFSÁSTARHELGI ANDAGIFTAR // Kjarnholti 13 – 15. mars

20.000 kr69.000 kr

Má bjóða þér heila helgi af heilun, slökun, súkkulaði & kyrrð?

ANDAGIFT býður þér með í nærandi ferðalag upp í sveit þar sem við munum fylla á tankinn með öllum okkar töfrum!
Við ferðumst á einn kraftmesta stað landsins, Biskupstungur þar sem við gistum umlukin heitri jörð og hveravirkni.
Gistiheimilið er umvafið stórbrotinni náttúru með útsýni yfir dýrðina.

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , ,

Lýsing

Má bjóða þér heila helgi af heilun, slökun, súkkulaði & kyrrð?

ANDAGIFT býður þér með í nærandi ferðalag upp í sveit þar sem við munum fylla á tankinn með öllum okkar töfrum!
Við ferðumst á einn kraftmesta stað landsins, Biskupstungur þar sem við gistum umlukin heitri jörð og hveravirkni.
Gistiheimilið er umvafið stórbrotinni náttúru með útsýni yfir dýrðina. 🙏

– INNIFALIÐ –
❤️ Fullt fæði – grænmetis // vegan
❤️ Gisting í paradís
❤️ Daglegar súkkulaðiseremóníur
❤️ Mjúkt jógaflæði
❤️ Tónheilun & djúpslökun
❤️ Náttúruferð
❤️ Aðgangur að heitum potti & góðri sturtuaðstöðu

– DAGSKRÁ –

FÖS:
16:00: Lenda & koma sér fyrir
17:00: Súkkulaðiseremónía, ásetningur & kynning á dagskrá
19:00: Lífrænn lifandi kvöldverður
21:00: Djúpslökun & tónheilun fyir svefninn
23:00: Ró

LAU:
09:00: Mjúkt jógaflæði & sjálfsheilun
10:00: Morgunverður meistaranna
11:00: Þögul ganga í náttúrunni
12:30: Lífrænn hádegisverður // grænmetisfæði
13:30: Shamanisk Draumferð
16:00: Kaffi & hrákaka
17:00: Frjáls tími // slökun
19:00: Lífrænn lifandi kvöldverður
21:00: Möntrukvöld, súkkulaði & danspartý
23:00: Tarot spil & kertaljós

SUN:
09:30: Súkkulaði, hugleiðsla & tónheilun
10:30: Morgunverður meistaranna
12:00: Ferðalag inn í elementin
13:00: Lífrænn hádegisverður
14:00: Frjáls tími // hægt að skella sér í pott
16: Kveðjustund & þakklætis seremónía

– GISTING –
Gist er á Kjarnholti sem er stórt hús með fjölda herbergja, góðri sturtaðstöðu og eldhúsi ásamt sameiginlegu rými til slökunar. Jógasalurinn er við hlið hússins þar sem við komum okkur notalega fyrir í sereómóníum, jógatímum og tónheilun.

Herbergin eru uppábúin og í boði eru:
✨ Tveggja manna herbergi
✨ Fjögurra manna herbergi
✨ Eitt einstaklings herbergi

– VERÐ & SKRÁNING –
69.000 kr – allt innifalið 🎉
Greiða þarf 20.000 kr í staðfestingagjald hér á síðunni, staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt.
Rest er hægt að skipta i í allt að 3 greiðslur í gegnum andagift@andagift.is ♥

– STAÐARHALDARAR & KENNARAR –

💃 LÁRA RÚNARSDÓTTIR
Lára Rúnarsdóttir útstkrifaðist sem Kundalini jógakennari frá The Kundalini Reserch Institute árið 2013 og hefur tekið framhaldsnámið Mind & Meditation frá sömu stofnun. Hún hefur lokið við level 2 í Höfuðbeina & spjalhryggjarjöfnun frá Upledger Institute á Íslandi.
Lára er tónheilari & tónlistarkona og hefur gefið út 6 breiðskífur undir eigin nafni. Hún er menntaður tónmenntakennari & með meistarnám í Kynjafræði.
Lára er einn stofnenda Andagiftar & hefur haldið fjölda námskeiða & viðburða sem tengjast jóga, hugleiðslu, valdeflingu & slökun.

💃 TINNA SVERRISSDÓTTIR
Tinna Sverrisdóttir er útskrifuð úr Otter Dance School Of Earth Medicine sem er árs nám í N-Amerískum Shamanisma, kennt af hinni mögnuðu Robbie Warren.
Tinna lærði einnig Yoga Of Sound & Chocolate í Gvatemala árið 2017 með áherslu á tónheilun og hvernig skal meðhöndla kakóplöntuna sem heilagt lækningalyf. Tinna útskrifaðist árið 2012 sem leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar því einnig sem leikkona, leiklistarkennari & tónlistarkona. Tinna hefur lagt mikla áherslu á að vinna með konum og ungum stelpum í starfi til sjálfseflingar og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir bæði börn & unglinga. Þannig fléttar hún leiklistinni og heilunarvinnu saman á kraftmikinn og aðgengilegan hátt.

* TAKMÖRKUÐ PLÁSS Í BOÐI *

HLÖKKUM TIL AÐ NJÓTA MEÐ YKKUR Í SVEITADÝRÐINNI!

Hlýja,
Tinna & Lára // ANDAGIFT

Frekari upplýsingar

Veldu greiðslumöguleika

Greiða að fullu 69.000, Greiða staðfestingargjald 20.000

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “SJÁLFSÁSTARHELGI ANDAGIFTAR // Kjarnholti 13 – 15. mars”