SVITAHOF Á FULLU TUNGLI//22. DES

12.000 kr

SVETT // SVITAHOF Í HVAMMSVÍK, HVALFIRÐI


  1. Við ferðumst aftur að kjarnanum, að þeim tíma þar sem við vorum vön að sameinast inni í tjaldi með þann ásetning að heila, hreinsa og halda utan um okkur sjálf og hvert annað. Við ætlum í ferðalag inn að kjarnanum okkar, jörðinni sjálfri.

Stundin hefst á því að við skálum í súkkulaði og setjum okkur ásetning, förum síðan inn í tjald þar sem Ásdís Þula Þorláksdóttir og Natalie Gunnarsdóttir leiða okkur inn í lotur þar sem við kyrjum að hætti frumbyggja N-Ameríku. Að svitahofi loknu verður boðið upp á súpu og brauð.

Ekki til á lager

Flokkur: Merkimiðar: , ,

Lýsing

SVETT // SVITAHOF Í HVAMMSVÍK, HVALFIRÐI
Við ferðumst aftur að kjarnanum, að þeim tíma þar sem við vorum vön að sameinast inni í tjaldi með þann ásetning að heila, hreinsa og halda utan um okkur sjálf og hvert annað. Við ætlum í ferðalag inn að kjarnanum okkar, jörðinni sjálfri.

Stundin hefst á því að við skálum í súkkulaði og setjum okkur ásetning, förum síðan inn í tjald þar sem Ásdís Þula Þorláksdóttir og Natalie Gunnarsdóttir leiða okkur inn í lotur þar sem við kyrjum að hætti frumbyggja N-Ameríku. Að svitahofi loknu verður boðið upp á súpu og brauð.

Við mælum með að þið drekkið mikið af vatni fyrir svitahofið. Það er mæting kl. 15 og stendur til kl. 21.

Súkkulaðið sem er drukkið í upphafi stundarinnar kemur frá regnskógum Guatemala og er stútfullt af magnesíum og andoxunarefnum. Það hjálpar líkamanum að komast dýpra í slökunarástand, róar hugann og veitir skýrari einbeitingu.

INNIFALIÐ er svett, súkkulaði og kvöldmatur.

SKRÁNING fer fram með því að greiða fyrir viðburðinn hér á síðunni – klippikort gilda ekki. Við munum senda ykkur leiðbeiningar um leiðina í Hvammsvík eftir skráningu.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “SVITAHOF Á FULLU TUNGLI//22. DES”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *