Villikellingaferðalag upp orkustöðvarnar // Námskeið hefst 24.feb

39.000 kr

Villikellingakakó, vinsælasta námskeið Andagiftar frá upphafi, hefst að nýju þann 24 febrúar. Kennt er á mánudögum frá 18.30 – 20.00. Þetta sex vikna ferðalag upp orkustöðvar líkamans miðar að því að tengjast líkamanum okkar, hlúa að honum & heila gömul sár & stíflur. Finna tenginguna við okkar sanna sjálf, kjarnann okkar, það villta, hráa og heiðarlega. Þaðan skoða og heiðra villikellinguna innra með okkur.

Þegar konur koma saman í hring gerist eitthvað einstakt. Við fáum tengingu við hið forna innra með okkur, tengingu við móður jörð, finnum til samkenndar, fáum rými til að heila sárin, fella tárin og stíga saman sterkari inn í kraftinn.

Ekki til á lager

Lýsing

Villikellingakakó, vinsælasta námskeið Andagiftar frá upphafi, hefst að nýju þann 24 febrúar. Kennt er á mánudögum frá 18.30 – 20.00. Þetta sex vikna ferðalag upp orkustöðvar líkamans miðar að því að tengjast líkamanum okkar, hlúa að honum & heila gömul sár & stíflur. Finna tenginguna við okkar sanna sjálf, kjarnann okkar, það villta, hráa og heiðarlega. Þaðan skoða og heiðra villikellinguna innra með okkur. 

Þegar konur koma saman í hring gerist eitthvað einstakt. Við fáum tengingu við hið forna innra með okkur, tengingu við móður jörð, finnum til samkenndar, fáum rými til að heila sárin, fella tárin og stíga saman sterkari inn í kraftinn.

Við förum í ferðalag saman að okkar innri áttavita þar sem við komumst í tengingu við hið sterka og stóra en jafnframt hið viðkvæma og næma. Við fáum innblástur og tól til þess að leyfa þessum ólíku öflum að flæða í jafnvægi og með tign dag frá degi.

Ertu tilbúin að leyfa þér að vera allt sem þú ert?

*** INNIFALIÐ ***
FIMM SÚKKULAÐISEREMÓNÍUR í Súkkulaðisetri Andagiftar 🍫 (24.feb, 2.mars, 9.mars, 16.mars & 23.mars) 
Hver stund hefst á því að við skálum í ilmandi súkkulaðibolla frá Guatemala, lendum inn á við í leiddri hugleiðslu, setjum okkur ásetning, sameinumst svo í möntrusöng, tengjumst líkamanum og endum á tónheilun og djúpslökun.
Hver tími verður með sitt þema og þar af leiðandi býður upp á sína einstöku dýnamík.
VILLIKELLINGA SVETT & FLOT 💦
Við hefjum athöfnina á súkkulaðiseremóníu. Og þaðan ferðumst við aftur að kjarnanum, að þeim tíma þar sem við vorum vanar að sameinast inni í tjaldi með þann ásetning að heila, hreinsa og halda utan um okkur sjálfar og hverja aðra. Eftir svettið verður boðið upp unaðslegt flot  þar sem við fljótum á vit ævintýra og eftirgjafar 💧 Síðan gæðum við okkur á dýrindis súpu og nýbökuðu brauði. 
 
KENNARAR NÁMSKEIÐISINS:
Tinna Sverrisdóttir er útskrifuð úr Otter Dance School Of Earth Medicine sem er árs nám í N-Amerískum Shamanisma, kennt af hinni mögnuðu Robbie Warren. Tinna lærði einnig Yoga Of Sound & Chocolate í Gvatemala árið 2017 með áherslu á tónheilun og hvernig skal meðhöndla kakóplöntuna sem heilagt lækningalyf. Tinna útskrifaðist árið 2012 sem leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar því einnig sem leikkona, leiklistarkennari & tónlistarkona. Tinna hefur lagt mikla áherslu á að vinna með konum og ungum stelpum í starfi til sjálfseflingar og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir bæði börn & unglinga. Þannig fléttar hún leiklistinni og heilunarvinnu saman á kraftmikinn og aðgengilegan hátt.
 
Lára Rúnarsdóttir útstkrifaðist sem Kundalini jógakennari frá The Kundalini Reserch Institute árið 2013 og hefur tekið framhaldsnámið Mind & Meditation frá sömu stofnun. Hún hefur lokið við level 2 í Höfuðbeina & spjalhryggjarjöfnun frá Upledger Institute á Íslandi. Lára er tónheilari & tónlistarkona og hefur gefið út 6 breiðskífur undir eigin nafni. Hún er menntaður tónmenntakennari & með meistarnám í Kynjafræði. Lára er einn stofnenda Andagiftar & hefur haldið fjölda námskeiða & viðburða sem tengjast jóga, hugleiðslu, valdeflingu & slökun.
TÍMASETNING 🌻
Námskeið er á mánudögum frá kl.18:30 – 20:00 (nema svitahofið er frá 16:00 – 22:00 ). 
Þannig hefjum við vikuna saman með því að tengjast inn á við, stilla áttavitann og endurhlaða á tankinn fyrir komandi tíma. 
Verð: 39.000 kr fyrir allan pakkann & innifalið í alla opna tíma Andagiftar á meðan á námskeiði stendur. Skráning fer fram með því að greiða hér á síðunni. 
Einnig hægt að skipta greiðslum í tvennt. Sendið okkur línu þess efnis andagift@andagift.is
Hlökkum til þess að hrista upp í gömlum gildum með ykkur og fagna kvenleikanum í öllu sínu veldi!
Aðeins 15 pláss í boði.
❤️ ❤️ ❤️
SYSTRAÁST
Tinna & Lára

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Villikellingaferðalag upp orkustöðvarnar // Námskeið hefst 24.feb”