Villikellingakakó // 7 vikna námskeið, hefst 14. janúar

39.000 kr

Við í ANDAGIFT bjóðum upp á 7 vikna námskeið (14.jan – 25.feb) þar sem við bjóðum þér í töfrandi ferðalag. Ferðalag þar sem við hyllum hráleikann og heiðarleikann. Þar sem við leyfum okkur að vera allskonar. Hráar, hættulegar og háværar. Viðkvæmar, villtar og vitlausar. Brothættar, bilaðar með bumbuna úti.

Ekki til á lager

Lýsing

Langar þig til þess að tengjast sjálfri þér dýpra?
Langar þig til þess að efla sjálfsástina og sjálfsmildið?
Langar þig til þess að kveikja á sköpunarkraftinum?
Langar þig til þess að kynda undir kynorkunni?
Langar þig til þess að fagna systralaginu?
Langar þig til þess að kynnast villikellingunni innra með þér?

Við í ANDAGIFT bjóðum upp á 7 vikna námskeið (14.jan – 25.feb) þar sem við bjóðum þér í töfrandi ferðalag. Ferðalag þar sem við hyllum hráleikann og heiðarleikann. Þar sem við leyfum okkur að vera allskonar. Hráar, hættulegar og háværar. Viðkvæmar, villtar og vitlausar. Brothættar, bilaðar með bumbuna úti.

Við ætlum að fagna kvenleikanum í öllu sínu veldi. Komast í tengingu við töfrabarnið, gyðjuna, villikellinguna ásamt því að veita karlorkunni innra með okkur athygli og þannig fagna andstæðum öflum innra með okkur sjálfum. Þetta verður námskeið þar sem systralagið verður í hávegum haft og við fáum rými til þess að skapa, syngja, slaka og standa saman ✨🙌✨

INNIFALIÐ

SEX SÚKKULAÐISEREMÓNÍUR í Súkkulaðisetri Andagiftar. 🍫☕️🎶
Hver stund hefst á því að við skálum í ilmandi súkkulaðibolla frá Guatemala, lendum inn á við í leiddri hugleiðslu, setjum okkur ásetning, sameinumst svo í möntrusöng, tengjumst líkamanum og endum á tónheilun og djúpslökun.

Hver tími verður með sitt þema og þar af leiðandi býður upp á sína einstöku dýnamík.

VILLIKELLINGA SVETT 💦
Við ferðumst aftur að kjarnanum, að þeim tíma þar sem við vorum vanar að sameinast inni í tjaldi með þann ásetning að heila, hreinsa og halda utan um okkur sjálfar og hverja aðra.

TÍMASETNING 🌻
Námskeið er á mánudögum frá kl.17:15 – 19:00

Þannig hefjum við vikuna saman með því að tengjast inn á við, stilla áttavitann og endurhlaða á tankinn fyrir komandi tíma.

Kennarar námskeiðisins eru Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona og kundalini jógakennari og Tinna Sverrisdóttir leikkona og súkkulaðiseiðkona.

Verð: 39.000 kr fyrir allan pakkann. Innifalinn aðgangur að öllum opnum tímum Andagiftar (virkir dagar frá kl. 12 – 13 & 17 – 18 og laug frá kl.  10 – 11).

Hlökkum til þess að hrista upp í gömlum gildum með ykkur og fagna kvenleikanum í öllu sínu veldi!

❤️ ❤️ ❤️

SYSTRAÁST
Tinna & Lára

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Villikellingakakó // 7 vikna námskeið, hefst 14. janúar”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *