Villikellinganámskeið í Andagift // Líkamsvirðing & Sjálfsmildi // 9.sept

39.000 kr

Vertu hjartanlega velkomin með í ævintýranlegt ferðalag þar sem við förum djúpt inn í sjálfsheilun & mildi, eflum líkamsvirðingu og þakklæti og með sköpunarkraftinum stækkum villikellinguna innra með okkur.
 
ANDAGIFT býður upp á 6 vikna ferðalag (9. sept-14.okt) þar sem við hittumst 7 sinnum. Ferðalag þar sem við hyllum hráleikann og heiðarleikann. Þar sem við leyfum okkur að vera allskonar. Hráar, hættulegar og háværar. Viðkvæmar, villtar og vitlausar. Brothættar, bilaðar með bumbuna úti. Námskeiðið innifelur m.a. súkkulaðiseremóníu, eldseremóníu, shamaníska náttúrugöngu, shamaníska draumferð og aðgang að möntrukvöldi.

Á lager

Lýsing

Vertu hjartanlega velkomin með í ævintýranlegt ferðalag þar sem við förum djúpt inn í sjálfsheilun & mildi, eflum líkamsvirðingu og þakklæti og með sköpunarkraftinum stækkum villikellinguna innra með okkur.
 
ANDAGIFT býður upp á 6 vikna ferðalag (9.sept – 14.okt) þar sem við hittumst 7 sinnum. Ferðalag þar sem við hyllum hráleikann og heiðarleikann. Þar sem við leyfum okkur að vera allskonar. Hráar, hættulegar og háværar. Viðkvæmar, villtar og vitlausar. Brothættar, bilaðar með bumbuna úti.
 
Hver stund býður upp á sína einstöku dýnamík þar sem við drekkum 100% hreint súkkulaði frá Guatemala, kyrjum, hvílumst & tengjumst.
Súkkulaðið sem við drekkum er algjör himnafæða fyrir huga, líkama & sál. Stútfullt af magnesíum, andoxunarefnum og öðru gúmmelaði. Fæða sem hefur verið notuð í gegnum aldirnar til þess að opna hjartað & vinna bug á tilfinningalegum stíflum.
 
✨🙌✨
 
NÁMSKEIÐIÐ SAMANSTENDUR AF:
 
SÚKKULAÐISEREMÓNÍUM 🍫☕️🎶
Hver tími verður með sitt þema með áherslu á samveru, söng & slökun.
 
ELDSEREMÓNÍA // HREINSUNARATHÖFN 🔥
Við sameinumst hringinn í kringum eldinn, tengjumst formæðrum okkar & móðir jörð í gegnum kraftmikið shamaníaskt ritual, brennum burt það sem ekki þjónar okkur lengur & virkjum eldinn innra með okkur í allri sinni dýrð!
 
MÖNTRUKVÖLD Í ANDAGIFT 🍃
Möntrukvöld Andagiftar eru einstök upplifun með súkkulaði, söng og samveru.
 
SHAMANÍSK NÁTTÚRUGANGA OG DRAUMFERÐ ✨
Við köllum inn áttirnar tengjumst elementunum og virkjum þau innra með okkur. Förum svo í göngu og endum á shamanískri draumferð þar sem við finnum og tengjumst máttardýrinu okkar.
 
TÍMASETNINGAR:
Mán 9.SEPT // 18.15 – 20.00 // SÚKKULAÐISEREMÓNÍA Í ANDAGIFT
Mán 16.SEPT // 18.15 – 20.00 // ELDSEREMÓNÍA
Mán 23.SEPT // 18.15 – 20.00 // SÚKKULAÐISEREMÓNÍA Í ANDAGIFT
Mán 30. SEPT // 18.15 – 20.00 // SÚKKULAÐISEREMÓNÍA Í ANDAGIFT
Mið 2.OKT // 20.30 – 23.00 // MÖNTRUKVÖLD Í ANDAGIFT
Mán 7. OKT // 18:15-20:00 // SHAMANÍSK NÁTTÚRUGANGA OG DRAUMFERÐ
Mán 14.OKT // 18.15 – 20.00 // SÚKKULAÐISEREMÓNÍA Í ANDAGIFT
 
 
Kennarar námskeiðisins eru Lára Rúnarsdóttir & Tinna Sverrisdóttir.
 
💃 LÁRA RÚNARSDÓTTIR
Lára Rúnarsdóttir er eigandi & stofnandi ANDAGIFTAR og er einnig tónlistarkona og kundalini jógakennari. Hún hefur gefið út fimm plötur með eigin tónlist en síðasta plata hennar Þel þótti bæði draumkennd og heilandi. Lára hefur komið fram á tónleikum víða um heim og tók m.a. þátt í ævintýrinu á Húna ásamt Mugison, Jónasi Sig, Ómari Guðjóns, Arnari Gísla og Guðna Finns þar sem þau sigldu hringinn í kringum landið og spiluðu tónleika til styrktar Björgunarsveitum landsins. Lára lauk Kundalini kennaraprófi árið 2013 og tengdi sérstaklega við möntrur og mátt þess til að lægja öldur hugans og koma á jafnvægi milli hugar og hjarta. Mantra, sem þýðir frelsi hugans, getur hljómað hið innra, til hlustunar eða verið sungin út.
 
💃 TINNA SVERRISDÓTTIR
Tinna Sverrisdóttir er eigandi & stofnandi ANDAGIFTAR og er útskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands. Hún starfar einnig sem tónlistarkona og hefur spilað með Reykjavíkurdætrum og hljómsveitinni Kroniku. Tinna stundaði nám í Guatemala árið 2017 að nafni “Yoga of sound and chocolate” þar sem hún lærði um mátt súkkulaði plöntunnar og töfra tónheilunar. Í náminu var lögð áhersla á raddþjálfun og tengingu hjartastöðvar við raddstöðina í gegnum söng og möntrur. Í dag býður hún upp á einkatíma með súkkulaði, leiddri hugleiðslu, tónheilun, raddþjálfun út frá orkustöðvunum, sjálfsnuddi og ferðalagi hjartans
 
Verð: 39.000 kr fyrir allan pakkann. Innifalinn aðgangur að öllum opnum tímum Andagiftar á meðan á námskeiði stendur.
 
Skráning fer fram með því að greiða hér á heimasíðunni.
 
Einnig að hægt að senda okkur línu andagift@andagift.is fyrir aðra greiðslumöguleika. Við bjóðum upp á að skipta greiðslunni sé þess óskað.
 
Hlökkum til þess að hrista upp í gömlum gildum með ykkur og fagna kvenleikanum í öllu sínu veldi!
 
❤️ ❤️ ❤️
 
SYSTRAÁST
Tinna & Lára

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Villikellinganámskeið í Andagift // Líkamsvirðing & Sjálfsmildi // 9.sept”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *