11.11.11// hugleiðsla & súkkulaði

4.000 kr

Sunnudaginn 11.11 frá kl. 12.00 – 14.00 býður Andagift þér að kveikja upp í eldinum þínum. Við ætlum að nýta þetta nýja tungl í sporðdreka til þess að tengjast kraftinum okkar og styrk þannig að við séum tilbúin að takast á við öll verkefni vetrarins.

Ekki til á lager

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Virkjum innri varðeldinn fyrir veturinn// hugleiðsla & súkkulaði

Sunnudaginn 11.11 frá kl. 11.11 – 1.11 býður Andagift þér að kveikja á innri varðeldinum þínum. Við ætlum að nýta þetta nýja tungl í sporðdreka til þess að tengjast kraftinum okkar og styrk þannig að við séum tilbúin að takast á við öll verkefni vetrarins.

Í talnaspeki leiðir árið 2018 af sér töluna 11. Sem þýðir að þessi dagur er ennþá magnaðari. Þreföld talan 11 mun færa okkur djúpa heilun og hreinsun. Hreinsunin kemur á auknu jafnvægi og skýrleika inní lífi okkar.

Stundin hefst með ilmandi súkkulaðibolla og í kjölfarið iðkun á kröftugum öndunaræfingum, líkamsæfingum og hugleiðslum sem miða að því að kveikja eldinn okkar, virkja naflasvæðið, brenna burt efa og óöryggi og finna styrkinn í mýktinni.

Súkkulaðið sem við drekkum kemur frá regnskógum Guatemala og er 100% hreint. Það er handunnið frá baun í bolla, stútfullt af magnesíum og andoxunarefnum og hefur verið notað í þúsundir ára til þess að opna hjartað.

Lára Rúnarsdóttir og Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir leiða stunda. Lára er annar eigandi Andagiftar, tónlistarkona og Kundalini jógakennari. Þorgerður Gefjun er jógakennari, Reiki heilari og gongspilari.

Verð: 4000 kr.

Aðeins 12 pláss í boði.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “11.11.11// hugleiðsla & súkkulaði”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *