Kakódjamm // 18.okt // Yin & Yang

5.500 kr

Við ætlum að sameinast í kakódjammi í Andagift, Skeifunni 7 þann 18.október frá kl. 20.30 – 23.00. Við byrjum á því að skála í ilmandi súkkulaðibolla, opnum á sameiningu og traust í gegnum hugleiðslu og möntrusöng og hreyfum okkur síðan við geggjaða tónlist og lifandi trommuslátt. Þetta verður þitt einstaka ferðalag inn að jafnvægi Vogarmerkisins. Jafnvægi milli karl & kvenorku, jafnvægi milli hægri & vinstri, jafnvægi milli flæðis & takts, jafnvægi milli þess að þiggja og gefa, jafnvægi milli ljós & myrkurs, mýktar og styrks, Yin & Yang. 

Ekki til á lager

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Viltu dansa og syngja fyrir þig?
Viltu hreyfa þig í takt við seiðandi trommuslátt?
Viltu heila & hreinsa gömul sár?
Viltu opna hjarta þitt & öðlast dýpri trú á þig & magnaða líkamann þinn?
Viltu vinna með jafnvægið innra með þér, tengja við karl & kvenorkuna, yin & yang?
 
Við ætlum að sameinast í kakódjammi í Andagift, Skeifunni 7 þann 18.október frá kl. 20.30 – 23.00. Við byrjum á því að skála í ilmandi súkkulaðibolla, opnum á sameiningu og traust í gegnum hugleiðslu og möntrusöng og hreyfum okkur síðan við geggjaða tónlist og lifandi trommuslátt. Þetta verður þitt einstaka ferðalag inn að jafnvægi Vogarmerkisins. Jafnvægi milli karl & kvenorku, jafnvægi milli hægri & vinstri, jafnvægi milli flæðis & takts, jafnvægi milli þess að þiggja og gefa, jafnvægi milli ljós & myrkurs, mýktar og styrks, Yin & Yang. 
 
Súkkulaðið sem við drekkum er 100% hreint súkkulaði frá regnskógum Guatemala. Það hefur verið notað í gegnum aldirnar til þess að opna hjartað & vinna bug á streitu og verkjum. Það er ríkt af næringu fyrir líkamann, m.a. með mesta magn magnesíum af öllum plöntum. Nánari upplýsingar um súkkulaðið má finna á heimasíðu okkar www.andagift.is.
 
Lára Rúnarsdóttir eigandi Andagiftar, tónlistarkona & jógakennari og Tinna Sverrisdóttir tónlistar- og leikkona m.m. munu leiða kvöldið.
 
Verð: 5500
Skráning hér eða í gegnum andagift@andagift.is fyrir aðra greiðslumöguleika. 
 
Við mælum með því að mæta með léttan maga, taka með sér vatnsbrúsa & að láta okkur vita ef þið eruð að taka inn kvíða &/eða þunglyndislyf.
 
Hlökkum til að njóta kvöldsins með ykkur.
 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kakódjamm // 18.okt // Yin & Yang”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *